Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

997/2017

Reglugerð um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum. - Brottfallin

1. gr.

Frá gildistöku reglugerðar þessarar eru allar hvalveiðar bannaðar á eftirgreindum svæðum:

A. Á Faxaflóa innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

  1. 64°04,90 ′ N - 22°41,40′ V (Garðskagavita)
  2. 64°15,50 ′ N - 22°29,50′ V
  3. 64°19,50 ′ N - 22°20,15′ V
  4. 64°19,50 ′ N - 22°05,00′ V

B. Á Eyjafirði og Skjálfandaflóa innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

  1. 66°11,6 ′ N - 18°49,3′ V (Siglunesviti)
  2. 66°17,8 ′ N - 17°06,8′ V (Lágey)
  3. 66°12,4 ′ N - 17°08,7′ V (Tjörnesviti)

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 10. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott reglugerð nr. 632/2013, um bann við hval­veiðum á tilteknum svæðum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2017.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica