Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

926/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 698/2013, um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

1. gr.

Á eftir 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 15. gr. a, sem hljóðar svo:

Afgreiðsla umsóknar.

Orkustofnun fer yfir umsóknir skv. 13.-15. gr. og leggur mat á hvort fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir til að unnt sé að taka umsókn til formlegrar afgreiðslu. Skuldbinding til greiðslu styrks, skv. 13.-15. gr., er ekki komin á fyrr en afgreiðslu Orkustofnunar er lokið með bréfi til umsækjanda þar sem fram koma upplýsingar um áætlaða fjárhæð styrks, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá greiðslu og hvenær styrkur geti komið til greiðslu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 21. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. október 2017.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Hreinn Hrafnkelsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.