Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

922/2017

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 607/2017 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2017/2018 (tilkynningar um flutning aflamarks). - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "Eigandi og útgerðaraðili þess skips sem aflamarkið er flutt frá skulu undirrita og leggja fram tilkynningu um flutning" í lokamálslið 3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar komi: Útgerðar­aðili þess skips sem aflamarkið er flutt frá skal undirrita og leggja fram tilkynningu um flutning.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. nóvember 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica