Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

602/2017

Reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. - Brottfallin

1. gr.

Þar sem takmarkaðar inn­fjarðarækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði. Ísafjarðardjúpi og engar inn­fjarðar­rækjuveiðar voru stundaðar á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og Norður­fjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2016/2017, skal á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthluta afla­marki sem nemur samtals 859 þorskígildislestum til báta, sem hafa hlutdeild í innfjarðarækju á áður­greindum svæðum.

Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla rækju­vertíðanna 1996/1997 - 2005/2006 að frádregnum afla í innfjarðarrækju fiskveiðiársins 2016/2017 á viðkomandi svæði, nema á Eldeyjarsvæði skal miða við almanaksárið 2016. Verð­mæta­stuðull­inn fyrir rækju er 0,52, miðað við þorskígildi og koma 145 þorskígildislestir í hlut báta frá Arnarfirði, 128 þorskígildislestir í hlut báta í Ísafjarðardjúpi, 148 þorskígildislestir í hlut báta við Húnaflóa, 153 þorskígildislestir í hlut báta við Skagafjörð, 70 þorskígildislestir í hlut báta á Skjálf­anda, 201 þorsk­ígildis­lest í hlut báta við Öxarfjörð og 14 þorsk­ígildis­lestir í hlut báts í Norður­fjörðum Breiða­fjarðar.

2. gr.

Þar sem engar hörpudisksveiðar voru stundaðar í Arnarfirði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði á fiskveiðárinu 2016/2017 skal á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthluta aflamarki sem samtals nemur 983 þorskígildislestum og 200 þorskígildislestum aukalega til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á áðurgreindum svæðum.

Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla áranna 1998 til 2007. Verðmætastuðullinn fyrir hörpudisk er 0,32, miðað við þorskígildi, og koma 8 þorsk­ígildis­lestir í hlut báta frá Arnarfirði, 40 þorsk­ígildis­lestir í hlut báta við Húnaflóa, 1.106 þorskígildislestir í hlut báta við Breiðafjörð og 29 þorsk­ígildis­lestir í hlut báta við Hvalfjörð.

3. gr.

Úthluta skal uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2017. Uppbæturnar skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa og löngu samkvæmt eftir­farandi töflu:

Tegundir Tonn upp úr sjó  Þorskígildistonn 
 Þorskur 1.709  1.436 
 Ýsa 286  257 
 Ufsi 291  176 
 Steinbítur 36  19 
 Gullkarfi 217  130 
 Keila 10 
 Langa 35  21 
 Alls 2.584  2.043 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 2017.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júlí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica