Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

461/2017

Reglugerð um veiðisvæði hörpudisks. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til hörpudisksveiða íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Veiðisvæði hörpudisks eru sjö. Aðeins skipum sem hafa aflamark í hörpudiski, á viðkomandi svæði, er heimilt að stunda hörpudisksveiðar á því svæði.

Veiðisvæði hörpudisks eru þessi:

  1. Hvalfjörður.
  2. Breiðafjörður.
  3. Patreksfjarðarflói.
  4. Arnarfjörður.
  5. Ísafjarðardjúp.
  6. Húnaflói.
  7. Skagafjörður.

2. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 702/2004, um hörpudisksveiðar. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica