Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

428/2017

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 164/2017, um hrognkelsaveiðar 2017. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Veiðisvæði og veiðitímabil.

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 46 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil eins og hér greinir:

 1. Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 26. júní.
 2. Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu rétt­vísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 26. júní.
  Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. maí til og með 14. ágúst.
 3. Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 26. júní.
 4. Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 5. Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 6. Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 7. Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica