Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

427/2017

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. skal umsóknum um nýliðunarstuðning skilað inn í rafrænt umsóknarkerfi Matvælastofnunar, eigi síðar en 20. júní 2017. Umsóknir sem borist hafa um nýliðunarstuðning fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skulu halda gildi sínu þrátt fyrir 2. mgr. 15. gr. enda hafi skilyrði fyrir stuðningi verið uppfyllt fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur brott 2. gr. reglugerðar nr. 323/2017 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica