Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

374/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 164/2017, um hrognkelsaveiðar 2017. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohjóðandi:

Veiðisvæði og veiðitímabil.

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 46 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiði­svæði og veiðitímabil eins og hér greinir:

 1. Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
 2. Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
  Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. maí til og með 2. ágúst.
 3. Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 1. apríl til og með 14. júní.
 4. Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni (grunnpunktur 1) 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 5. Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu rétt­vísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 6. Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi (grunnpunktur 9) 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.
 7. Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum (grunnpunktur 18) 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V.
  Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 14. júní.

2. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Þeim bátum, sem hætt hafa veiðum eða tekið upp net sín fyrir gildistöku þessarar reglugerðar er heimilt að hefja veiðar að nýju þrátt fyrir ákvæði 3. gr. um samfelldar veiðar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur gildi 3. maí 2017.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica