Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

302/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 295/2017, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2017. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Útgerðir skipa sem ætla að stunda veiðar á makríl skulu sækja um leyfi til Fiskistofu. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum 20. apríl 2017. Leyfi til makrílveiða skulu gefin út fyrir almanaksárið 2017.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica