Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

291/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 136/2015 um sóttvarnastöðvar fyrir alifugla.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Alifuglasóttvarnastöð skal standa í a.m.k. 3 km fjarlægð frá öðrum alifuglabúum og öðrum alifugla­sóttvarnastöðvum. Matvælastofnun er heimilt vegna sérstakra aðstæðna að gera undan­tekningu frá fyrrgreindum fjarlægðamörkun sem nema allt að 10% frá fyrrgreindum fjarlægða­mörkum.

2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Leyfisveiting.

Allir þeir sem reka sóttvarnastöð fyrir alifugla, skulu hafa til þess skriflegt leyfi Matvælastofnunar.

Umsókn um leyfi til þess að reka sóttvarnastöð, skal senda til Matvælastofnunar. Ennfremur skal fylgja umsókn lýsing á stærð og gerð húsnæðis stöðvarinnar, útungunarvélum og afkastagetu þeirra, sem og öðrum búnaði. Matvælastofnun getur afturkallað leyfi til reksturs sóttvarnastöðvar án fyrirvara, ef ástæða þykir til t.d. vegna sjúkdóma eða brota á settum reglum, án þess að bætur komi fyrir.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Rebekka Hilmarsdóttir.

Eggert Ólafsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica