Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

265/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 38. gr. reglugerðarinnnar bætist nýr töluliður sem verður 7. töluliður, svohljóðandi: Áætlun um úreldingu og lokun gyltuhúss vegna m.a. dýravelferðar, slátrunar, starfsmannamála og fleira.

2. gr.

2. mgr. 39. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Óheimilt er að nota fasteign sem úreldingin nær til fyrir gyltur eftir að úrelding hefur farið fram, nema sú notkun sé í samræmi við ákvæði samnings skv. 1. mgr. 38. gr. Kvöðin gildir í ótak­markaðan tíma sbr. 3. mgr. 38. gr. Aðrar takmarkanir eru ekki gerðar á notkun fasteignarinnar.

3. gr.

Við reglugerðina bætast svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Þrátt fyrir 3. ml. 1. mgr. 30. gr. skal umsóknum um framlög til fjárfestingastuðnings skilað inn í rafrænt umsóknarkerfi Matvælastofnunar eigi síðar en 31. maí 2017 vegna framkvæmda á árinu 2017.

Þrátt fyrir 2. ml. 1. mgr. 32. gr. skal Matvælastofnun tilkynna framleiðanda um afgreiðslu umsóknar eigi síðar en 1. júlí 2017 vegna ársins 2017.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica