Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

139/2017

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 630/2016 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fiskistofa skal auglýsa eftir tilboðum eigi síðar en 10. hvers mánaðar, frá og með 10. október til og með 10. júlí. Ákveði ráðherra aflamark til úthlutunar á öðrum tíma en 1. september, getur Fiskistofa auglýst eftir tilboðum á öðrum tíma. Tilboð skulu berast Fiskistofu fyrir kl. 16.00 sjö dögum frá birtingu auglýsingar á heimasíðu Fiskistofu. Þegar tilboð berst Fiskistofu er það bindandi fyrir aðila. Þó er aðila heimilt að afturkalla tilboð sitt enda berist afturköllunin Fiskistofu áður en tilboðsfrestur er liðinn. Fiskistofu er einungis heimilt að veita upplýsingar um tilboð eftir að tilboðsfrestur er liðinn og skal þá birta upplýsingarnar á heimasíðu Fiskistofu. Birta skal einungis upplýsingar um samþykkt tilboð.

2. gr.

Eftirfarandi lokamálsliður 5. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott:

Fiskistofa skal hafna tilboðum í tegund þegar þorskígildistonn uppboðstegundar Fiskistofu er lægra en 40% þorskígildistonna skiptitegundar (þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur).

 3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. febrúar 2017.

 F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

 Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica