Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

879/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770/2006 um veiðar á íslenskri sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða verður svohljóðandi:

Þrátt fyrir bann við síldveiðum með flotvörpu skv. 2. gr. reglugerðarinnar eru veiðar á íslenskri sumargotssíld heimilar í friðunarhólfi vestur af landinu sem tilgreint er í 1. og 2. tl. 1. gr. reglu­gerðar nr. 310/2007, um friðunarsvæði við Ísland.

Ákvæði þetta gildir til og með 15. febrúar 2017.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. október 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica