1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður nr. 28, sem orðast svo:
MARK: Miðlægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar búfjár.
2. gr.
2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
3. gr.
Við 11. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir málsliðir, sem orðast svo: Örmerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun. Söluaðilar mega eingöngu selja örmerki í hross til aðila sem hafa leyfi til örmerkinga hrossa.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 13. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. ágúst 2016.
Gunnar Bragi Sveinsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Rebekka Hilmarsdóttir.