Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

670/2016

Reglugerð um bann við veiðum á sæbjúgum á veiðisvæði í Aðalvík. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 28. júlí 2016 eru allar veiðar á sæbjúgum óheimilar á veiðisvæði í Aðalvík, á svæði sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:

 

1. 66° 21,00' N - 23° 03,00' V
2. 66° 21,00' N - 23° 15,00' V
3. 66° 25,80' N - 23° 15,00' V
4. 66° 25,80' N - 23° 03,00' V
5. 66° 21,00' N - 23° 03,00' V

 

2. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. júlí 2016.

 F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

  Baldur P. Erlingsson.

 Sigríður Norðmann.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica