1. gr.
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2014 frá 27. júní 2014 gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1269/2013 frá 5. desember 2013 um breytingu á reglugerð nr. 802/2004 um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 um eftirlit með samfylkingum.
2. gr.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 654/2005 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2005, bls. 1452-1474.
Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1269/2013 er birt EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, 25. september 2014, bls. 1165-1200.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. júlí 2016.
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Sigrún Brynja Einarsdóttir.
Ólafur Egill Jónsson.