Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

621/2016

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar ráðsins (ESB), á sviði samkeppnismála, nr. 316 frá 21. desember 2014 um beitingu 3. mgr. 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart flokkum samninga um tækniyfirfærslu.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 293/2014 frá 12. desember 2014 gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 316 frá 21. desember 2014 um beitingu 3. mgr. 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart flokkum samninga um tækniyfirfærslu.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 316/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 23, 23. apríl 2015, bls. 644-650.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. júlí 2016.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Ólafur Egill Jónsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica