Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

507/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1139/2015, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2016. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fyrir tímabilið 1. janúar 2016 til 31. desember 2016 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:

  A B C D E F
  Lestir Lestir Lestir Lestir Lestir Lestir
Alls 45.979 2.000 2.437 41.542 283 41.825

 Skýringar á töflu:

  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Frádráttur skv. ákvæði VIII til bráðabirgða við lög nr. 116/2006.
  3. Frádráttur skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%).
  4. Samtala eftir skerðingar.
  5. Viðbætur vegna ársins 2015 á grundvelli tvíhliða samnings Íslands og Noregs.
  6. Til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.

Heimilt er hverju skipi að veiða allt að 10% umfram aflamark í norsk-íslenskri síld á árinu 2016 og dregst sá umframafli frá aflamarki þess á árinu 2017. Þá er heimilt að flytja allt að 10% af ónýttu aflamarki fiskiskips frá árinu 2016 til ársins 2017.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. júní 2016.

 F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

 Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica