Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

31/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. verður svohljóðandi:

Þjónustusvæði 1:

Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.

Þjónustusvæði 2:

Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar­hreppur.

Þjónustusvæði 3:

Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.

Þjónustusvæði 4:

Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Þjónustusvæði 5:

Þingeyjarsveit (nema Fnjóskadalur), Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Norðurþing (vestan Blikalónsdals).

Þjónustusvæði 6:

Norðurþing (austan Blikalónsdals), Svalbarðshreppur, Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur.

Þjónustusvæði 7:

Fljótdalshérað, Fljótdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð (nema Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður).

Þjónustusvæði 8:

Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.

Þjónustusvæði 9:

Sveitarfélagið Hornafjörður.

Þjónustusvæði 10:

Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. a laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. janúar 2016.

F. h. sjávarútvega- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Baldur Arnar Sigmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica