Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

25/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 945/2015 um loðnuveiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2015/2016. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi tekur til loðnuveiða norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, á tímabilinu frá og með 20. október 2015 til og með 22. febrúar 2016. Óheimilt er að stunda veiðar með öðrum veiðarfærum en nót. Veiðar­færi, sem eru annarrar gerðar en leyfi miðast við, skulu geymd í sérstakri veiðarfærageymslu. Sé flottroll geymt á flottrollstromlu skal poki trollsins fjarlægður og geymdur sérstaklega í veiðarfærageymslu.

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 45.005 lestir í fiskveiðilandhelgi Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands norðan við 64°30´N.

Norsk skip sem stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt reglugerð þessari skulu hlíta ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, nema annað sé sérstaklega ákveðið í reglugerð þessari. Þau skulu einnig hlíta sömu reglum og eiga við um íslensk skip við sams konar veiðar, m.a. um veiðibann, friðunarsvæði og aðra lokun svæða.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. janúar 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica