Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1057/2015

Reglugerð um sérstök línu- og netasvæði. - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 27. nóvember 2015 til og með 31. desember 2015, eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði suður af Reykjanesskaga sem markast af eftirfarandi punktum:

1.  63°49,30´ N - 021°39,10´ V
2.  63°30,00´ N - 021°39,00´ V
3.  63°40,00´ N - 022°32,00´ V
4.  63°48,70´ N - 022°32,00´ V
5.  63°49,80´ N - 022°04,20´ V

2. gr.

Frá og með 27. nóvember 2015 til og með 30. apríl 2016, eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði út af Faxaflóa sem markast af eftirfarandi punktum:

1.  64°20,00´ N - 023°08,00´ V
2.  64°04,90´ N - 022°43,60´ V
3.  64°02,00´ N - 022°44,40´ V
4.  64°02,00´ N - 023°42,00´ V
5.  64°20,00´ N - 023°42,00´ V

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. nóvember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica