Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

955/2015

Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka og XII. kafla II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 991/2014 frá 19. september 2014 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir fosetýl í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 698.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1096/2014 frá 15. október 2014 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir karbarýl, prósýmídón og prófenófos í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 83/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 714.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1119/2014 frá 16. október 2014 um breyt­ingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir bensalkóníumklóríð og dídekýldímetýlammóníumklóríð í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 748.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1126/2014 frá 17. október 2014 um breyt­ingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir asúlam, sýanamíð, díklóran, flúmíoxasín, flúpýrsúlfúrónmetýl, píkólínafen og própísóklór í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 92.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1127/2014 frá 20. október 2014 um breyt­ingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir amítról, dínókap, fípróníl, flúfenaset, pendímetalín, própýsamíð og pýridat í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2015, frá 1. maí 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 136.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/165 frá 3. febrúar 2015 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir mjólkursýru, Lecanicillium muscarium af stofni Ve6, kítósan­hýdróklóríð og Equisetum arvense L. í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 204/2015, frá 26. sept­ember 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1356.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/399 frá 25. febrúar 2015 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 1,4-dímetýlnaftalín, benfúrakarb, karbófúran, karbósúlfan, etefón, fenamídón, fenvalerat, fenhexamíð, fúraþíókarb, imasapýr, malaþíón, píkoxýstróbín, spírótetramat, tepraloxýdím og trífloxýstróbín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 204/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1401.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/400 frá 25. febrúar 2015 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir beinaolíu, kolsýring, sýpródiníl, dódemorf, ípródíón, metaldehýð, metasaklór, paraffínolíu (CAS 64742-54-7), jarðolíur (CAS 92062-35-6) og própargít í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2015, frá 26. september 2015. Reglu­gerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1456.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/401 frá 25. febrúar 2015 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir asetamípríð, krómafenósíð, sýasófamíð, díkamba, dífenó­kónasól, fenpýrasamín, flúasínam, formetanat, nikótín, penkónasól, pýmetrósín, pýra­klóstróbín, táflúvalínat og tebúkónasól í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2015, frá 26. sept­­ember 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1358.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/552 frá 7. apríl 2015 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 1,3-díklórprópen, bífenox, dímetenamíð-p, próhexadíón, tólýlflúaníð og tríflúralín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1514.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/603 frá 13. apríl 2015 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 2-naftýloxýediksýru, asetóklór, klórpíkrín, díflúfeníkan, flúr­primídól, flútólaníl og spínósað í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 206/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1580.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. október 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica