Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

920/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 604/2015, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2015/2016. - Brottfallin

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, sem verður E-liður, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði A-liðar skal úthlutun byggðakvóta til þeirra byggðarlaga sem fengið hafa úthlutað aflaheimildum frá Byggðastofnun samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XIII í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, ekki vera lægri en nam úthlutun byggðakvóta fiskveiði­ársins 2014/2015.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. október 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Hinrik Greipsson.

Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica