Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

861/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 643/2015 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2015/2016. - Brottfallin

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Aflamark sem veiðigjald hefur verið greitt af vegna úthlutunar á fiskveiðiárinu 2014/2015 en hefur verið fært milli fiskveiðiára með heimild í lögum um stjórn fiskveiða myndar samsvarandi innistæðu hjá eiganda þess skips sem aflamarkið var á, þegar það færðist milli fiskveiðiára, til lækkunar á veiðigjaldi samkvæmt þessari reglugerð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 16. gr. og ákvæði til bráðabirgða II, í lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld, með síðari breytingum og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. september 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica