Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

694/2015

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. verður svohljóðandi:

Skylt er að ráðstafa mánaðarlega 50% af makrílafla einstakra skipa til vinnslu. Fiskistofa skal fylgjast með að skilyrði um vinnsluskyldu séu uppfyllt hið minnsta einu sinni í mánuði eftir að skip hefur hafið veiðar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. júlí 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica