1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
a) |
Í stað orðsins "og" á eftir "reglugerðar nr. 327/2013" í 2. tl. 1. mgr. kemur: eða. |
|
b) |
2. mgr. verður svohljóðandi: Fiskistofa skal, heimila tilfærslu á viðmiðun aflareynslu, annarra réttinda og úthlutaðra aflaheimilda á milli fiskiskipa, að hluta til eða öllu leyti, þegar um er að ræða breytingu á skipastól. Það er skilyrði þessa að fyrir liggi samþykki eigenda beggja skipa fyrir tilfærslunni sé ekki um skip í eigu sömu útgerðar að ræða. |
|
c) |
Í stað "50%" í 3. mgr. kemur: 40%. |
2. gr.
4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
a) |
Í stað "2.-4. tl. 2. gr." í 1. málsl. 4. tl. 4. gr. kemur: 1.-4. tl. 1. mgr. 2. gr. |
|
b) |
Við 1. tl. 4. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi aflaheimildir verið færðar milli skipa í eigu sömu útgerðar, gilda ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 2. gr. einnig um þær aflaheimildir og fellur leyfi þess skips til makrílveiða niður, sem aflaheimildir eru fluttar til, hafi 40% af samanlögðum aflaheimildum þess ekki verið landað 20. ágúst 2015. |
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. júní 2015. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Erna Jónsdóttir.