Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

450/2015

Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á lið 21 í töflu í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar um leyfilegan heildarafla í rækju á miðunum við Snæfellsnes:

Tegund/Lestir

A

B

C

D

E

F

F1

G

H

I

21. Rækja við Snæfellsnes

833

 

 

 

 

 

 

 

44,1

788,9

Skýringar á töflu:

 

A.

Leyfilegur heildarafli.

 

B.

Til uppbóta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006 (skel- og rækjubætur).

 

C.

Til ráðstöfunar skv. 2. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006 (til stuðnings byggðarlögum).

 

D.

Til línuívilnunar skv. 8. mgr. 11. gr. laga nr. 116/2006.

 

E.

Til strandveiða skv. 6. gr. a laga nr. 116/2006.

 

F.

Til frístundaveiða skv. 5. mgr. 6. gr. laga nr. 116/2006.

 

F1.

Til ráðstöfunar vegna smábáta skv. ákv. til brb. VIII laga nr. 116/2006.

 

G.

Byggðakvóti Byggðastofnunar skv. ákv. til brb. XIII laga nr. 116/2006.

 

H.

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%).

 

I.

Fiskistofa úthlutar á grundvelli aflahlutdeildar.

2. gr.

6. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Veiðitími humars og íslenskrar sumargotssíldar er ákveðinn í sérstakri reglugerð. Veiðitímabil rækju við Snæfellsnes er frá og með 1. september 2014 til og með 31. ágúst 2015. Veiðar á rækju við Snæfellsnes eru óheimilar frá og með 15. mars til og með 30. apríl ár hvert.

3. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:

Heimilt er að flytja óveitt aflamark rækju við Snæfellsnes frá fiskveiðárinu 2014/2015 yfir á fiskveiðiárið 2015/2016.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. maí 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica