Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

203/2015

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 697/2014 frá 24. júní 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 906/2009. (Á sviði samkeppnisréttar).

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2014 frá 24. október 2014 gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 697/2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 906/2009 að því er varðar gildistíma hennar.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 697/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 73/2014, 4. desember 2014, bls. 642.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 248/2014 er frá 24. október 2014.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. febrúar 2015.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Ólafur Egill Jónsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica