Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

262/2015

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:

a. Í stað 1. og 2. málsliðar 3. mgr. 5. gr. gildir um loðnu eftirfarandi málsliður:

Fiskistofa skal auglýsa eftir tilboðum í loðnu þann 19. mars 2015 og skulu tilboð berast Fiski­stofu fyrir kl. 14.00, þann dag. Fiskistofa skal birta auglýsinguna á heimasíðu stofn­unarinnar.

b. Eftirfarandi lokamálsliður 5. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar gildir ekki um loðnu:

Fiskistofa skal hafna tilboðum í tegund þegar þorskígildistonn uppboðstegundar Fiskistofu er lægra en 45% þorskígildistonna skiptitegundar (þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur).

c. Ákvæði í a. og b. lið gilda til 25. mars 2015.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. mars 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica