Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1046/2014

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 653/2014, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimilt er að flytja aflamark í ufsa og þorski frá krókaaflamarksbát til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki, í jöfnum skiptum í þorskígildum talið fyrir aflamark í ýsu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. desember 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica