Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

6/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 927/2014, um loðnuveiðar grænlenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða verður svohljóðandi:

Grænlenskum skipum er heimilt til og með 5. febrúar 2015 að veiða með flotvörpu innan svæðis sem afmarkast af línum sem dregnar eru milli eftirfarandi punkta:

 1. 67° 11´ N - 014° 30´ V
 2. 68° 00´ N - 014° 30´ V
 3. 68° 00´ N - 008° 30´ V
 4. 65° 15´ N - 008° 30´ V
 5. 65° 15´ N - 011° 20´ V
 6. 66° 05´ N - 011° 30´ V
 7. 66° 15´ N - 012° 00´ V
 8. 66° 12´ N - 012° 22´ V
 9. 66° 40´ N - 012° 40´ V
 10. 66° 47´ N - 013° 00´ V
 11. 66° 52´ N - 013° 08´ V
 12. 67° 11´ N - 014° 30´ V

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru grænlenskum skipum heimilar loðnuveiðar í flotvörpu frá gildistöku þessarar reglugerðar til og með 20. janúar 2015 innan svæðis sem afmarkast af línum sem dregnar eru milli eftirfarandi punkta:

 1. 67° 11´ N - 014° 30´ V
 2. 67° 20´ N - 018° 00´ V
 3. 68° 00´ N - 018° 00´ V
 4. 68° 00´ N - 014° 30´ V

Grænlenskum skipum er einungis heimilt að veiða 18% af aflamarki hvers skips innan svæða skv. 1. og 2. mgr. þessa ákvæðis.

Hafrannsóknastofnun er heimilt að grípa til skyndilokunar veiðisvæða, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, fari hlutfall loðnu, smærri en 14 sm, yfir 20%, miðað við fjölda. Stærð loðnu er mæld frá trjónuoddi að sporðsenda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. janúar 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica