Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 7. apríl 2015

978/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 550/2012, um mat á vegnum fjármagnskostnaði sem viðmið um leyfða arðsemi við ákvörðun tekjumarka sérleyfisfyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforku.

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Raunvextir af lánum flutningsfyrirtækis reiknast sem samtala eins árs meðaltals ríkistryggðra vaxta í Bandaríkjadölum sem eru ákvarðaðir á grundvelli 10 ára viðmiðs verðtryggðrar ávöxtunarkröfu bandarískra ríkisskuldabréfa (e. 10 year TIPS, constant maturity) sem útgefin eru af Seðlabanka Bandaríkjanna og vaxtaálags eins og sú stærð er skilgreind í 6. gr. Raunvextir af lánum dreifiveitna reiknast sem samtala eins árs meðaltals áhættulausra vaxta og vaxtaálags eins og þessar stærðir eru skilgreindar í 4. og 6. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi eldri breytingarreglugerð nr. 904 frá 13. október 2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2014.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Erla Sigríður Gestsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.