Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

907/2014

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir.

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. og II. kafla I. viðauka og XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007, frá 26. október 2007, öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á til­teknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heil­brigðis­vottorð fyrir dýr og dýraafurðir.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 144/2011 um breytingu á reglu­gerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfir­ráða­svæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heil­brigðis­vottorð fyrir dýr og dýraafurðir.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 342/2011 um breyt­ingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á til­teknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heil­brigðis­vottorð fyrir dýr og dýraafurðir.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 801/2011 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á til­teknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heil­brigðis­vottorð fyrir dýr og dýraafurðir.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1112/2011 um breyt­ingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsl­una fyrir Paragvæ í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á til­teknu nýju kjöti til Evrópusambandsins.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 497/2012 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar kröfur vegna inn­flutn­ings á dýrum sem eru smitnæm fyrir blátungu.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 546/2012 um breyt­ingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á til­teknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heil­brigðis­vottorð fyrir dýr og dýraafurðir.
 8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 644/2012 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýra­afurðir, að því er varðar Rússland.
 9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1036/2012 um breyt­ingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færslurnar fyrir Króatíu í skránum yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutningur á nýju kjöti og tilteknum kjöt­afurð­um til Sambandsins.
 10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1160/2012 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar fyrirmynd að heil­brigðis­vottorði fyrir tamda nautgripi til umflutnings gegnum yfirráðasvæði Litháens frá Kaliningrad-svæðinu til annarra svæða í Rússlandi.
 11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 71/2013 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsluna fyrir Úrúgvæ í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutn­ingur á nýju kjöti til Sambandsins, og um leiðréttingu á þeirri reglugerð að því er varðar fyrirmyndina að heilbrigðisvottorði fyrir sauðfé og geitur til undan­eldis eða framleiðslu eftir innflutning.
 12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 102/2013 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar færsluna fyrir Banda­ríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á hóf- og klaufdýrum á fæti til Sambandsins, fyrirmyndina að heil­brigðis­vottorði "POR-X" og aðferðarlýsingar fyrir prófanir fyrir munn­blöðru­bólgu.
 13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 191/2013 um breyt­ingu á reglugerðum (EB) nr. 798/2008, (EB) nr. 119/2009 og (ESB) nr. 206/2010 og ákvörðun 2000/572/EB að því er varðar vottorð vegna velferðar dýra í fyrirmyndum að heilbrigðisvottorðum fyrir dýr og dýraafurðir.
 14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 196/2013 um breyt­ingu á II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010 að því er varðar nýju færsl­una fyrir Japan í skránni yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er aðflutn­ingur á tilteknu nýju kjöti til Evrópusambandsins.
 15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 482/2013 frá 24. maí 2013 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010, eins og henni er breytt með reglugerðum sem nefndar eru í töluliðum 2 til 10 í 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglu­gerð þessa. Jafnframt eru í fylgiskjali birtar framkvæmdarreglugerðir fram­kvæmda­stjórnar­innar sem nefndar eru í töluliðum 11 til 15 í sömu grein.

3. gr.

Reglugerð þessi gildir með þeim takmörkunum sem leiða af lögum nr. 54/1990 um inn­flutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

4. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli, lög nr. 55/1998 um sjávarafurðir, lög nr. 71/2008 um fiskeldi, lög nr. 54/1990 um innflutning dýra, lög nr. 25/1993 um dýra­sjúkdóma og varnir gegn þeim og lög nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum, nema annað sé ákveðið samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.

5. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum eða fangelsi. Um þvingunarúrræði og viður­lög vísast til laga nr. 93/1995 um matvæli, laga nr. 54/1990 innflutning dýra og laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

7. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. september 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica