Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

795/2014

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 376/2014 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2014. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fiskistofa fylgist með afla skipa sem njóta leyfis skv. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar og skal stöðva veiðar með auglýsingu þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers tímabils verði náð. Ráðherra skal stöðva veiðar þegar leyfilegum heildarafla skv. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, 6.817 lestum, er náð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. september 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica