Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

782/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 652/2014, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsl., sem verður 2. málsl., svohljóðandi: Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. ágúst 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica