Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

439/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 39/2009 um Kolvetnisrannsóknasjóð, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna "tveimur fulltrúum leyfishafa" í 2. málsl. 1. gr. reglugerðarinnar, kemur: einum fulltrúa hvers rannsóknar- og vinnsluleyfis fyrir sig.

2. gr.

Í stað orðanna "Orkusjóður undir umsjón Orkustofnunar" í 3. málsl. 1. gr. reglu­gerðar­innar, kemur: Orkustofnun.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. mgr. 10. gr. laga nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. apríl 2014.

Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Ingvi Már Pálsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica