Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

451/2014

Reglugerð um rækjuveiðar á Breiðafirði 2014. - Brottfallin

1. gr.

Á tímabilinu frá og með 13. maí til og með 1. júlí 2014, er skipum sem eru 105 brl að stærð eða minni heimilt að stunda rækjuveiðar á Breiðafirði, sunnan 65°10´N og utan línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Krossnesvita. Við veiðar á þessu svæði skal varpa skipanna búin seiðaskilju, sbr. reglugerð nr. 396/2005, um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar, með síðari breytingum og smárækjuskilju eða net á legg í a.m.k. fjórum öftustu metrum vörpunnar, sbr. reglugerð nr. 543/2002, um möskva­stærðir og útbúnað vörpu til veiða á botnfiski, rækju og humri, með síðari breyt­ingum. Afli sem fenginn er við þessar veiðar reiknast til úthafsrækjuafla skipsins.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti sakamála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast gildi 13. maí 2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. maí 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica