Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

11/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1184/2013 um loðnuveiðar grænlenskra og færeyskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2013/2014. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Grænlenskum skipum eru heimilar loðnuveiðar í flotvörpu frá og með 11. janúar 2014 til og með 20. janúar 2014 innan svæðis sem afmarkast af línum sem dregnar eru milli eftir­farandi punkta:

  1. 67° 11´ N - 014° 30´ V
  2. 67° 20´ N - 018° 00´ V
  3. 68° 00´ N - 018° 00´ V
  4. 68° 00´ N - 014° 30´ V

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. janúar 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica