Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1040/2013

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ein ný grein svohljóðandi:

2. gr. b

Öll umferð og öll veiði báta er bönnuð innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á hring­laga svæðum sem afmarkast af:

a. 200 metra geisla út frá eftirfarandi miðpunktum:

Staður 1
64°57,376′ N 23°06,979′ V
Staður 2
64°57,075′ N 23°08,013′ V
Staður 3
64°56,779′ N 23°07,955′ V
Staður 4
64°55,988′ N 23°06,947′ V

b. 300 metra geisla út frá eftirfarandi miðpunkti:

Staður 5 - Vöktunarbúnaður
64°56,185′ N 23°07,051′ V

2. gr.

Afstöðumynd af bannsvæðum í Kolgrafafirði er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og öðlast reglugerðin þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica