Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

829/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 698/2013, um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

1. gr.

Á eftir 18. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 18. gr. a, sem hljóðar svo:

Uppsetning varmadælna o.fl.

Orkustofnun skal staðfesta að þeir aðilar sem annast uppsetningu lítilla katla eða ofna sem nota lífmassa sem orkugjafa, sólarraforku- og sólarvarmaorkukerfa, jarðvarma­kerfa nálægt yfirborði og varmadælna uppfylli þau skilyrði sem fram koma í IV. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB, frá 23. apríl 2009, um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu á tilskipunum 2001/77/EB og 2003/30/EB, eins og hún var tekin upp í samninginn um evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2011 þann 19. desember 2011 og birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15/56 þann 15. mars 2012.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli heimildar í 21. gr. laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. september 2013.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Ingvi Már Pálsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica