Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

587/2013

Reglugerð um stöðvun veiða á úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2012/2013. - Brottfallin

1. gr.

Með vísan til þess að afli í úthafsrækju er á yfirstandandi fiskveiðiári kominn umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þá eru allar veiðar á úthafsrækju í fiskveiðilandhelgi Íslands óheimilar frá og með kl. 24.00 þann 1. júlí 2013.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. júní 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Hinrik Greipsson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica