Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

610/2013

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Fiskistofu er heimilt að framkvæma sérstaka athugun á íshlutfalli afla vegna eftirlits og getur stofnunin ákveðið að sú mæling verði lögð til grundvallar við aflaskráningu.

2. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 5. gr. A., svohljóðandi:

Fiskistofu er heimilt að veita einkaaðilum leyfi til vigtunar sjávarafla í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Skilyrði leyfisveitingar er að eftirlitsmenn Fiskistofu hafi óhindrað aðgengi að aðstöðu þar sem vigtun afla fer fram og skal stofnuninni afhentur lyklakóði sem tryggir aðgengi.

Aðilum sem fengið hafa leyfi til vigtunar sjávarafla er skylt að vigta afla sem móttekinn er, í samræmi við útgefið leyfi.

3. gr.

Í stað tilvísunarinnar "15%" í 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar komi: 16%.

4. gr.

Við 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

3.

Þegar um er að ræða úrtaksvigtun B:

 

a)

Niðurstaða brúttóvigtunar hvers kars.

 

b)

Fjöldi og gerð íláta sem valin eru í úrtak.

 

c)

Fyrir hvert ílát sem valið er í úrtak skal tilgreina:

   

i)

þunga fisks í hverju íláti,

   

ii)

þunga íss í hverju íláti.

   

iii)

þunga íláts.

 

d)

Reiknað hlutfall íss í afla. (Brúttóafli, þ.e. afli og ís samkvæmt vigtun á hafnar­vog, mínus nettóafli, þ.e. afli án íss við endurvigtun, margfaldað með 100, deilt með brúttóafla.)5. gr.

Við 58. gr. A. í reglugerðinni bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Við útflutning afla er heimilt að fylla ílát með öðrum tegundum sé magn einstakra teg­unda það lítið að ekki fylli ílát. Í slíkum tilfellum skal hver tegund vera aðskilin og ílátið merkt sérstaklega með upplýsingum um þær tegundir sem í því eru. Aldrei er þó heimilt að flytja út þorsk með öðrum tegundum í sama íláti.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytja­stofna sjávar, lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, til að öðlast gildi 1. sept­ember 2013.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. júlí 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica