1. gr.
Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2013 til 31. ágúst 2014 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:
|
Tegund |
Lestir |
|
Þorskur |
214.400 |
|
Gullkarfi |
52.000 |
|
Djúpkarfi |
10.000 |
|
Ýsa |
38.000 |
|
Ufsi |
57.000 |
|
Grálúða |
12.480 |
|
Steinbítur |
7.500 |
|
Skrápflúra |
200 |
|
Skarkoli |
6.500 |
|
Sandkoli |
500 |
|
Keila |
5.900 |
|
Langa |
13.500 |
|
Þykkvalúra |
1.600 |
|
Skötuselur |
1.500 |
|
Langlúra |
1.100 |
|
Humar |
1.750 |
|
Íslensk sumargotssíld |
87.000 |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 3. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. júlí 2013.
Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Skarphéðinsson.