Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

401/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2013 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013. - Brottfallin

1. gr.

Í stað dagsetningarinnar "29. apríl 2013" í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 6. maí 2013.

2. gr.

Orðin "enda hafi skipin verið skráð á íslenska skipaskrá 1. mars 2013" í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þetta gildir þó ekki um skip sem stunda makrílveiðar með línu eða handfærum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2013.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica