Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

239/2013

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 698, 9. ágúst 2012, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, 3. gr. A., svohljóðandi:

Á árinu 2013 er íslenskum skipum heimilt að veiða 30,97 tonn af Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum er 26 tonnum úthlutað til eins skips sem stundar veiðar með línu, 2 tonnum til báta sem stunda sjóstangaveiðar og 2,97 tonnum til að standa straum af hugsanlegum meðafla annarra íslenskra skipa, sbr. reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski.

2. gr.

Reglugerð þessi, er sett skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. mars 2013.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica