Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1073/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1/2008 um skipulag og starfsemi Matvælastofnunar. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Yfirstjórn og stjórnskipulag.

Matvælastofnun hefur aðsetur og aðalskrifstofu á Selfossi. Forstjóri Matvælastofnunar fer með yfirstjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhags­legum rekstri, sbr. 3. gr. laga nr. 80/2005 um Matvælastofnun. Ráðherra setur forstjóra erindisbréf. Forstjóri stofnunarinnar ákvarðar skiptingu hennar í svið eftir viðfangsefnum.

Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2005 um Matvælastofnun skipar ráðherra sviðs­stjóra þess sviðs stofnunarinnar sem fer með dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Skal sviðsstjóri þess sviðs vera dýralæknir og nefnast yfirdýralæknir. Hann er jafnframt stað­gengill forstjóra stofnunarinnar.

Forstjóri Matvælastofnunar ræður sviðsstjóra yfir öðrum sviðum stofnunarinnar, sem kallast forstöðumenn, en þó er forstjóra heimilt að velja aðra skipan mála á sviði gæða­mála (gæðastjóri) og á sviði fræðslu- og mannauðsmála (s.s. fræðslu­stjóri/mannauðs­stjóri). Sviðsstjórar skulu starfa við aðalskrifstofu stofnunarinnar.

2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Umdæmisskrifstofur.

Matvælastofnun rekur umdæmisskrifstofur sem heyra undir yfirstjórn stofnunarinnar og sinna verkefnum í samræmi við ákvæði 11. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum. Stofnunin ákveður staðsetningu skrifstofa í hverju umdæmi, en þau eru Suðvesturumdæmi, Vesturumdæmi, Norðvestur­umdæmi, Norðausturumdæmi, Austurumdæmi og Suðurumdæmi.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2005 um Matvælastofnun. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica