Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

7/2013

Reglugerð um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2013, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til framkvæmdar samnings milli Íslands, Noregs og Rússlands frá 15. maí 1999 um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs ásamt tvíhliða bókunum við hann frá sama degi milli Íslands og Noregs annars vegar og Íslands og Rússlands hins vegar.

2. gr.

Allar veiðar á Norðuríshafsþorski eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Veiðar á Norður­íshafs­þorski eru aðeins heimilar innan efnahagslögsögu Noregs og Rússlands og miðast leyfi Fiskistofu við nýtingu þeirra veiðiheimilda. Aðeins þau skip, sem hafa aflamark í Norðuríshafsþorski, á árinu 2013, eiga kost á veiðileyfi, samkvæmt reglugerð þessari.

3. gr.

Fiskistofa skal úthluta aflamarki í þorski til einstakra skipa í efnahagslögsögu Noregs annars vegar, og í efnahagslögsögu Rússlands hins vegar. Aflamark einstaks skips á hvoru svæði fyrir sig ræðst af aflahlutdeild þess.

4. gr.

Innan efnahagslögsögu Noregs, norðan við 62°00´ N og utan 12 sjómílna frá grunnlínum, er leyfilegur heildarafli í óslægðum þorski sem hér segir:

A

B

C

Lestir

Lestir

Lestir

9.141

256

8.885


  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (2,8%).
  3. Fiskistofa úthlutar til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

Að auki er heimilt við þorskveiðarnar að hafa allt að 30% meðafla af öðrum tegundum. Þó má karfi ekki vera nema 15% í hverju togi og 15% af lönduðum þorskafla og grálúða má ekki vera meiri en 12% í hverju togi og ekki meiri en 7% af lönduðum þorskafla.

Innan efnahagslögsögu Rússlands, utan 12 sjómílna frá grunnlínum, er leyfilegur heildar­afli í óslægðum þorski sem hér segir:

A

B

C

Lestir

Lestir

Lestir

5.713

160

5.553


  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (2,8%).
  3. Fiskistofa úthlutar til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

Við úthlutun skal hverju skipi ætluð aflaheimild í ýsu sem nemur 10% af hluta þess í leyfi­legum heildarafla í þorski. Að auki er heimilt við þorskveiðarnar að hafa allt að 20% meðafla í öðrum tegundum, miðað við afla upp úr sjó.

Jafnframt hafa íslensk skip heimildir til veiða á 3.428 tonnum af þorski en auk þess með­afla í öðrum tegundum, á sama hátt og fram kemur í 4. mgr., enda komi sérstakt gjald fyrir.

Innan efnahagslögsögu Rússlands, utan 12 sjómílna frá grunnlínum má karfi ekki vera nema 15% í hverju togi og ekki meira en 10% af lönduðum þorskafla, grálúða má ekki vera meira en 12% í hverju togi og ekki meira en 7% af lönduðum þorskafla, ufsi má ekki vera meira en 49% í hverju togi og steinbítur og hlýri mega ekki vera meira en 45% í hverju togi. Samtala annars meðafla en ýsu má ekki fara yfir 20% af lönduðum þorskafla.

Í hverri veiðiferð innan efnahagslögsögu Noregs, skal afli af öðrum tegundum en þorski, ekki vera meiri samtals en sem nemur 30% af þorskafla, miðað við afla upp úr sjó.

5. gr.

Um veiðar í efnahagslögsögu Noregs og efnahagslögsögu Rússlands fer samkvæmt reglum, sem settar eru af stjórnvöldum í Noregi og Rússlandi, m.a. varðandi eftirlitsmenn um borð í veiðiskipum, svæðalokanir, möskvastærðir og tilkynningar. Íslenskum skipum er óheimilt að stunda loðnuveiðar í Barentshafi.

Ekki skulu fleiri en 15 íslensk skip stunda veiðar samtímis innan efnahagslögsögu Noregs.

Aðeins er þeim íslenskum fiskiskipum heimilt að stunda veiðar í efnahagslögsögu Noregs og Rússlands sem búin eru fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands og Fiskistofu, hér eftir nefnd Eftirlitsstöðin, um staðsetningu viðkomandi skips á klukkustundar fresti. Óheimilt er að hefja veiðiferð í efnahagslögsögu Noregs og Rússlands, fyrr en starfsmenn Eftirlits­stöðvarinnar hafa staðfest til skipstjóra að ofangreindur búnaður starfi eðlilega.

6. gr.

Heimilt er að framselja aflahlutdeild og aflamark í Norðuríshafsþorski milli íslenskra fiskiskipa, samkvæmt 12. gr. og 15. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða án tillits til 11. gr. og 5. og 7. mgr. 15. gr. laganna. Heimilt er útgerð að óska eftir við Fiskistofu að meðaflaheimild í ýsu í rússneskri efnahagslögsögu skv 4. mgr. 4. gr. færist sérstaklega á milli skipa. Fiskistofa tilkynnir rússneskum stjórnvöldum um tilfærsluna og tekur hún ekki gildi fyrr en með staðfestingu Fiskistofu.

7. gr.

Afli útgerð skips veiðiheimilda í rússneskri efnahagslögsögu, umfram þær sem úthlutað er skv. 3. gr., þ.m.t. heimildir sem sérstakt gjald kemur fyrir, skal það tilkynnt Fiskistofu ásamt staðfestingu frá rússneskum stjórnvöldum og er óheimilt að stunda þær veiðar fyrr en Fiskistofa hefur staðfest heimildina með tilfærslu aflaheimilda og útgáfu veiði­leyfis.

8. gr.

Að fengnu leyfi Fiskistofu er heimilt í sömu veiðiferð að stunda veiðar á Norður­íshafs­þorski og veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu að öllum afla þeirrar veiðiferðar sé landað í íslenskri höfn. Fyrir upphaf hverrar veiðiferðar, skv. reglugerð þessari, skal skipstjóri tilkynna sérstaklega til Eftirlitsstöðvarinnar hvenær veiðiferð hefst. Þá skal tilkynna til Eftirlitsstöðvarinnar þegar veiðar hefjast innan efnahagslögsögu Noregs eða Rússlands, og þegar þeim lýkur hverju sinni. Þar skal koma fram áætlað magn og samsetning afla um borð, miðað við afla upp úr sjó, og áætlaður löndunarstaður og -tími. Sama gildir ef skip flytur sig milli efnahagslögsögu Noregs og efnahagslögsögu Rússlands.

Hvern mánudag skal tilkynna Eftirlitsstöðinni um heildarafla síðustu viku miðað við afla upp úr sjó, þ.e. frá upphafi síðasta mánudags til loka síðasta sunnudags, sundurliðað eftir tegundum og veiðisvæðum.

Sé skip á veiðum í rússneskri lögsögu skal Eftirlitsstöðinni tilkynnt daglega um afla síðastliðins dags. Á sama hátt skal á ellefta degi tilkynnt um uppsafnaðan afla síðstu 10 daga og á þrítugasta og fyrsta degi veiða skal Eftirlitsstöðinni tilkynnt um uppsafnaðan afla síðustu 30 daga.

Skipstjórum er skylt að halda afladagbækur sbr. reglugerð um afladagbækur nr. 557/2007, með síðari breytingum. Sérstök afladagbók fyrir veiðar í efnahagslögsögu Rúss­lands skal varðveitast í tvö ár um borð í veiðiskipi.

9. gr.

Heimilt er, að fengnu leyfi Fiskistofu, að landa afla í höfnum í Noregi og Rússlandi, enda séu skilyrði Fiskistofu um eftirlit með vigtun og skýrsluskil uppfyllt. Sækja skal um leyfi til löndunar í norskum og rússneskum höfnum til Fiskistofu og skal skipstjóri í umsókn tilgreina hvar hann hyggst landa aflanum ásamt áætluðu magni. Þegar að löndun lokinni skal skipstjóri senda Fiskistofu staðfest afrit af vigtarnótu. Reglugerð um vigtun sjávar­afla á við að öðru leyti.

Þegar afli er unninn um borð í veiðiskipi skal við útreikning á veiddum afla ekki miða við mælda nýtingu um borð í veiðiskipi heldur nýtingarstuðla, sem gefnir eru út af við­kom­andi stjórnvöldum í Noregi og Rússlandi, og skal yfirlit yfir nýtingarstuðla fylgja sem viðauki við veiðileyfi.

Þegar Norðuríshafsþorskur reiknast til þorskígilda skal miðað við verðmætastuðulinn 1.

10. gr.

Brot á reglugerð þessari og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út á grundvelli hennar, skulu varða viðurlögum samkvæmt III. kafla laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. janúar 2013.

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica