Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1016/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1241/2011 um veiðar úr úthafskarfastofnum 2012. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 31. desember 2012 er leyfilegur heildarafli sem hér segir:

A

B

C

Lestir

Lestir

Lestir

6.636

88

6.548


  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (1,33%).
  3. Til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.

2. gr.

1. málsl. 4. gr. orðist svo:

Þó er heimilt að flytja allt að 7,5% af aflamarki úthafskarfa frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, lögum nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. nóvember 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica