1. gr.
1. málsl. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um innflutning dýraafurða fer samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, sbr. 10. gr. þeirra laga, reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum settum skv. þeim lögum.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2013.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. nóvember 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.