Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

813/2012

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 6. gr. A., svohljóðandi:

Sé fyrirhugað að stunda síldveiðar á Breiðafirði skal skipstjóri tilkynna það Fiskistofu eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiða. Séu veiðar áætlaðar á sunnudegi eða mánudegi, skal tilkynna um veiðarnar fyrir hádegi á föstudegi. Skipstjóra er skylt að taka um borð eftirlitsmann samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu, og skal við það miðað að Fiskistofa sendi útgerð eða skipstjóra tilkynningu þar að lútandi 12 tímum fyrir upphaf veiða. Að jafnaði verður eftirlitsmaður tekinn um borð í höfn við Breiðafjörð eða á Breiðafirði og skilað til hafnar við Breiðafjörð eða um borð í annað skip á Breiðafirði.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. október 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica